Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:58 Séra Skírnir tjáði sig um sögu hans og konu sem hefur verið sökuð um að falsa skjöl til að komast í bakvarðasveit sem fór til Bolungarvíkur vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Vísir/Samúel Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu.
Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira