Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:00 Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Íþróttafélög landsins hafa líkt og fleiri aðilar gripið til launalækkana til að bregðast við miklu tekjutapi af völdum kórónuveirunnar. „Það virðist vera eina ráðið að lækka laun leikmanna. Vissulega þurfa leikmenn að taka eitthvað á sig, það er alveg klárt. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig. En það þarf að koma eitthvað á móti,“ segir Jón Rúnar sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar en segir meira þurfa til. „Það er vel gert að bæta við milljarði í þennan málaflokk. Ég vil nú meina að íþróttir ættu að fá 70% og hinn hlutinn 30,“ segir Jón Rúnar, og bendir máli sínu til stuðnings á það hve margir iðkendur séu hjá íþróttafélögum landsins. Haldið sé utan um skráningu barna og unglinga í Nóra-kerfinu sem sveitarfélögin noti. Ávísun upp á 10.000 krónur á iðkanda? „Á öllu landinu, í 15 árgöngum, eru sirka 45.000 í íþróttum af 60.000 krökkum. Þetta er gríðarlega há tala og bara fagnaðarefni. Segjum sem svo að við fengjum helminginn af þessum milljarði, 500 milljónir, þá væri þetta ávísun upp á 10.000 krónur á hvern iðkanda. Það er ekki svakalega mikið. En 500 milljónir er mikið. Það er hægt að leika sér með þetta en ég myndi vilja sjá að ekki minna en 500 milljónir færu til íþrótta- og æskulýðsmála, og færu í gegnum þetta Nóra-kerfi. Þetta er tilbúið kerfi og það er ekki hægt að fúska neitt með það,“ segir Jón Rúnar, sem kallar eftir milljarði til viðbótar til íþrótta, menningar og lista. „Ég hef það fyrir satt að menn séu viljugir hjá hinu opinbera til að gera meira, vegna þess að menn sjá það hve nauðsynlegt er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé í gangi. Og þeir sjá að það er ekkert hægt að kalla bara niður í vélarrúmið þar sem allir sjálfboðaliðarnir eru og segja þeim að marsera bara hraðar og hlaupa lengra. Það er ekki hægt. Það verður einhver að koma með eitthvað fæði handa þessu fólki. Ég myndi vilja að það kæmi annar eins skammtur fyrir íþróttafélögin, sem og list og menningu, og við værum þá með einhvern margfeldisstuðul eftir því hvernig félögin sinna afreksstarfi. Því afreksstarfið hefur verið svolítið tabú.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Íþróttafélög landsins hafa líkt og fleiri aðilar gripið til launalækkana til að bregðast við miklu tekjutapi af völdum kórónuveirunnar. „Það virðist vera eina ráðið að lækka laun leikmanna. Vissulega þurfa leikmenn að taka eitthvað á sig, það er alveg klárt. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig. En það þarf að koma eitthvað á móti,“ segir Jón Rúnar sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar en segir meira þurfa til. „Það er vel gert að bæta við milljarði í þennan málaflokk. Ég vil nú meina að íþróttir ættu að fá 70% og hinn hlutinn 30,“ segir Jón Rúnar, og bendir máli sínu til stuðnings á það hve margir iðkendur séu hjá íþróttafélögum landsins. Haldið sé utan um skráningu barna og unglinga í Nóra-kerfinu sem sveitarfélögin noti. Ávísun upp á 10.000 krónur á iðkanda? „Á öllu landinu, í 15 árgöngum, eru sirka 45.000 í íþróttum af 60.000 krökkum. Þetta er gríðarlega há tala og bara fagnaðarefni. Segjum sem svo að við fengjum helminginn af þessum milljarði, 500 milljónir, þá væri þetta ávísun upp á 10.000 krónur á hvern iðkanda. Það er ekki svakalega mikið. En 500 milljónir er mikið. Það er hægt að leika sér með þetta en ég myndi vilja sjá að ekki minna en 500 milljónir færu til íþrótta- og æskulýðsmála, og færu í gegnum þetta Nóra-kerfi. Þetta er tilbúið kerfi og það er ekki hægt að fúska neitt með það,“ segir Jón Rúnar, sem kallar eftir milljarði til viðbótar til íþrótta, menningar og lista. „Ég hef það fyrir satt að menn séu viljugir hjá hinu opinbera til að gera meira, vegna þess að menn sjá það hve nauðsynlegt er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé í gangi. Og þeir sjá að það er ekkert hægt að kalla bara niður í vélarrúmið þar sem allir sjálfboðaliðarnir eru og segja þeim að marsera bara hraðar og hlaupa lengra. Það er ekki hægt. Það verður einhver að koma með eitthvað fæði handa þessu fólki. Ég myndi vilja að það kæmi annar eins skammtur fyrir íþróttafélögin, sem og list og menningu, og við værum þá með einhvern margfeldisstuðul eftir því hvernig félögin sinna afreksstarfi. Því afreksstarfið hefur verið svolítið tabú.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00
Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43