Tomsick fékk betri samning á Króknum en í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 14:13 Nikolas Tomsick var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar í vetur. vísir/bára Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50
Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00
Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00