Bandaríkjamenn tilbúnir að aflétta þvingunum ef Maduro stígur til hliðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2020 20:13 Bandaríkin viðurkenna ekki tilkall Nicoláss Maduro til valda í Venesúela. Vísir/Getty Bandarísk stjórnvöld hafa boðist til þess að aflétta viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Venesúela, gegn því að síðarnefnda ríkið samþykki valdaskiptasamning sem felur í sér að núverandi forseti ríkisins, Nicolás Maduro, stigi til hliðar. Í samningnum sem Bandaríkin hafa lagt til felst sá ráðahagur að sérstakt ráð myndi taka við völdum af Maduro þar til unnt yrði að kjósa í landinu. Bandaríkin hertu á viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Venesúela á síðasta ári, með það fyrir augum að fá Maduro til að afsala sér völdum. Það hefur þó ekki tekist, en Maduro tók við völdum í landinu árið 2013. Maduro nýtur stuðnings venesúelska hersins, auk þess sem stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Kúbu hafa öll lýst yfir stuðningi við forsetann. Tilboð Bandaríkjanna, sem lagt var fram af Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rímar um margt við það sem kom fram í tilkynningu frá Juan Guaidó, sem er meginstjórnarandstöðuleiðtogi Venesúela, gaf frá sér um helgina. Hann er viðurkenndur af Bandaríkjunum og 60 öðrum ríkjum sem bráðabirgðaforseti Venesúela. Efnahagsástand í Venesúela hefur um árabil verið afar slæmt. Á síðasta ári náði verðbólgan í ríkinu 800 þúsund prósentum. Þá hafa tæpar 4,8 milljónir flúið landið vegna efnahagsástandsins. Venesúela Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa boðist til þess að aflétta viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Venesúela, gegn því að síðarnefnda ríkið samþykki valdaskiptasamning sem felur í sér að núverandi forseti ríkisins, Nicolás Maduro, stigi til hliðar. Í samningnum sem Bandaríkin hafa lagt til felst sá ráðahagur að sérstakt ráð myndi taka við völdum af Maduro þar til unnt yrði að kjósa í landinu. Bandaríkin hertu á viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Venesúela á síðasta ári, með það fyrir augum að fá Maduro til að afsala sér völdum. Það hefur þó ekki tekist, en Maduro tók við völdum í landinu árið 2013. Maduro nýtur stuðnings venesúelska hersins, auk þess sem stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Kúbu hafa öll lýst yfir stuðningi við forsetann. Tilboð Bandaríkjanna, sem lagt var fram af Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rímar um margt við það sem kom fram í tilkynningu frá Juan Guaidó, sem er meginstjórnarandstöðuleiðtogi Venesúela, gaf frá sér um helgina. Hann er viðurkenndur af Bandaríkjunum og 60 öðrum ríkjum sem bráðabirgðaforseti Venesúela. Efnahagsástand í Venesúela hefur um árabil verið afar slæmt. Á síðasta ári náði verðbólgan í ríkinu 800 þúsund prósentum. Þá hafa tæpar 4,8 milljónir flúið landið vegna efnahagsástandsins.
Venesúela Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira