Vinnumálastofnun fær fjármagn til að ráða 35 starfsmenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 14:56 Vinnumálastofnun fær stuðning til að mæta auknu álagi. Vísir/Hanna Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu. Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11