Hleypur 310 km fyrir Þór/KA og Hamrana: „Alveg nógu þrjóskur til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 23:00 Þór/KA á dyggan bakhjarl í Haraldi Ingólfssyni. VÍSIIR/BÁRA Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira