Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 09:59 Þjóðverjar geta framkvæmt hálfa milljón prófa á viku. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsund próf á viku og Ítalar gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. AP/Hendrik Schmidt Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira