Guðjón Valur: Ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 11:25 Guðjón Valur kvaddi Paris Saint-Germain sem franskur meistari. vísir/epa Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi áfram í handbolta. Hann var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Samningur Guðjóns Vals, sem verður 41 árs í ágúst, við Paris Saint-Germain rennur út í sumar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur, eða síðan keppni í frönsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tímabilið í Frakklandi var svo flautað af í síðustu viku og PSG krýndir meistarar. Guðjón Valur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ég hugsa ekki um það nema svona sextán klukkutíma á dag,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann ætlaði að halda áfram að spila. Hann er á báðum áttum hvort hann eigi að leggja skóna á hilluna og setja punktinn aftan við langan og glæsilegan feril. „Það er ýmislegt sem kemur til greina og ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram ef ég á að vera hreinskilinn. En það kemur vel til greina,“ sagði Guðjón Valur. „Mér líður ennþá ágætlega í skrokknum og sérstaklega eftir rúman mánuð í hvíld líður mér eins og ég geti gert þetta í 3-4 ár í viðbót. En hvort það sé skynsamlegt og ég geti gert það á sama stigi og ég hef gert hingað til er spurning sem ég get ekki svarað.“ Guðjón Valur hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2001, í Þýskalandi, Danmörku, á Spáni og nú síðast í Frakklandi. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1999 og verið fyrirliði þess síðan 2012. Hlusta má á viðtalið við Guðjón Val hér fyrir neðan. Franski handboltinn Handbolti Brennslan Tengdar fréttir Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00 Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi áfram í handbolta. Hann var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Samningur Guðjóns Vals, sem verður 41 árs í ágúst, við Paris Saint-Germain rennur út í sumar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur, eða síðan keppni í frönsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tímabilið í Frakklandi var svo flautað af í síðustu viku og PSG krýndir meistarar. Guðjón Valur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ég hugsa ekki um það nema svona sextán klukkutíma á dag,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann ætlaði að halda áfram að spila. Hann er á báðum áttum hvort hann eigi að leggja skóna á hilluna og setja punktinn aftan við langan og glæsilegan feril. „Það er ýmislegt sem kemur til greina og ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram ef ég á að vera hreinskilinn. En það kemur vel til greina,“ sagði Guðjón Valur. „Mér líður ennþá ágætlega í skrokknum og sérstaklega eftir rúman mánuð í hvíld líður mér eins og ég geti gert þetta í 3-4 ár í viðbót. En hvort það sé skynsamlegt og ég geti gert það á sama stigi og ég hef gert hingað til er spurning sem ég get ekki svarað.“ Guðjón Valur hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2001, í Þýskalandi, Danmörku, á Spáni og nú síðast í Frakklandi. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1999 og verið fyrirliði þess síðan 2012. Hlusta má á viðtalið við Guðjón Val hér fyrir neðan.
Franski handboltinn Handbolti Brennslan Tengdar fréttir Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00 Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00
Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44