Japanir gefa Landspítalanum lyf sem sýnt hefur virkni gegn kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Hér sést forstjóri japanska sýnaglasa-framleiðandans afhenda DHL hraðsendingaþjónustu fyrstu sendinguna af sýnaglösum. Á sendingunni er íslenski fáninn og skilaboð um að nú gerum við okkar besta. Aðsend Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“ Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“
Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira