Upplýsingateymið það sem Víðir lærði frá Eyjafjallajökli Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2020 07:59 Víðir Reynisson í apríl 2010 í viðtali við Stöð 2 við fjöldahjálparstöðina undir Eyjafjöllum. Stöð 2/Skjáskot. „Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli: Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
„Við fengum upplýsingar, upplýsingar, upplýsingar,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum þegar hún í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul rifjar upp samskiptin við almannavarnir og sveitarfélagið í eldgosinu fyrir tíu árum. Þá voru ekki daglegar beinar útsendingar í sjónvarpi heldur daglegir upplýsingafundir í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland, sem miðuðust við fólkið á helsta áhrifasvæði eldgossins. Frá upplýsingafundi í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum fyrir tíu árum.Stöð 2/Skjáskot. Þá eins og nú gegndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn lykilhlutverki fyrir hönd almannavarna. „Hann var þarna allan tímann og á einhverjum tímapunkti fór ég til hans og sagði: Víðir minn, áttu hvergi heima? Því hann var bara alltaf í Heimalandi,“ segir Berglind. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var eiginlega bara rugl. Ég gerði þarna fullt af mistökum, meðal annars í þessu. Ég keyrði mig algjörlega út,“ rifjar Víðir upp. Þótt goshrinan hafi staðið í rúma tvo mánuði, fyrst í Fimmvörðuhálsi frá 20. mars til 13. apríl, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls frá 14. apríl til 23. maí, stóð aðgerð almannavarna mun lengur en athyglin var á henni. Berglind á Núpi í viðtali í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Maður var svona 20 tíma oft og rökhugsunin verður bara verri. Maður er ekki almennilegur stjórnandi og maður fer að verða skapstyggur og taka bara ekki eins góðar ákvarðanir,“ segir Víðir í þáttunum. „Það er reynsla sem ég nýti mér núna, í þessu verkefni sem við erum núna, að ég passa miklu betur upp á það að sofa og hvíla mig og hugsa um sjálfan mig heldur en ég gerði þá.“ Víðir í samhæfingarmiðstöð almannavarna árið 2010.Stöð 2/Skjáskot. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni. Hér má sjá lokakaflann þar sem Víðir upplýsir um stóra lærdóminn sem almannavarnir drógu af eldgosinu í Eyjafjallajökli:
Gos á Fimmvörðuhálsi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing eystra Tengdar fréttir Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10 Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave þegar dimm öskuský bættust ofan á allt annað. 18. apríl 2020 06:10
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32