Innlent

Lands­réttar­dómari fékk hátt í þrjá­tíu milljónir fyrir auka­starf

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar. Hann var settur ríkissaksóknari í Guðmundar og Geirfinnsmálinu sem tekið var fyrir í Hæstarétti 2018.
Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar. Hann var settur ríkissaksóknari í Guðmundar og Geirfinnsmálinu sem tekið var fyrir í Hæstarétti 2018. Vísir/Vilhelm

Davíð Þór Björgvinsson varaforseti Landsréttar fékk greiddar hátt í þrjátíu milljónir króna fyrir störf í gerðardómi í þremur málum yfir fjögurra ára tímabil. Fréttablaðið greinir frá þessu en Davíð starfaði þannig við málin að stórum hluta samhliða embættisstörfum sínum fyrir Landsrétt.

Málin þrjú varða sölu eignaumsýslufélagsins ALMC á hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail frá árinu 2016 til þessa árs. Úrskurður í málunum var kveðinn upp í síðustu viku, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Davíð var skipaður dómari við Landsrétt árið 2017 og tók til starfa við dóminn haustið 2018.

Haft er eftir Davíð í Fréttablaðinu að ekki hafi legið fyrir hvert umfang og tímalengd starfsins yrði er hann var skipaður gerðarmaður árið 2016. Hann hefði óskað eftir heimild nefndar um dómarastörf til að sinna málunum áfram, og fengið hana.

Ónafngreindir lögmenn sem Fréttablaðið kveðst hafa rætt við um málið segja að það tíðkist vissulega að dómarar taki að sér störf samhliða dómarastörfum. Það þekkist hins vegar ekki að greiðslur fyrir aukastörfin nemi tugum milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×