Telja yfir fjórfalt fleiri hafa smitast í Kína í fyrstu bylgju faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 10:51 Íbúi í Wuhan í ferðast með ferju í fyrsta sinn síðan borgin var opnuð á ný eftir faraldurinn nú í apríl. Vísir/AP Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25
Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02
Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12