Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Rætt verður við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Í kvöldfréttum verður einnig haldið áfram að fjalla um skipulaga brotastarfsemi en erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis. Þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem standa illa.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×