Ferðaþjónustan riðar til falls Tryggvi Jarl Sveinsson skrifar 23. apríl 2020 17:15 Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. Einnig var ánægjulegt að sjá að þeir aðilar sem voru skyldugir til þess að loka sínum rekstri á meðan á samkomubanni stóð verði boðin sérstök fjáraðstoð. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða frekari fjáraðstoð verði boðin þeim fyrirtækjum sem sjá ekki enn fyrir endann á algjöru tekjuleysi sínu, þ.e. fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Auðvitað er fyrsta skref í afléttingu samkomubanns í maí góðar fréttir en það kemur ekki til með að létta róðurinn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Þau þurfa að horfa talsvert lengra fram í framtíðina til þess að gera sér örlitla von um betri tíma. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt til leiks leiðir sem hafa komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni vel. Þar ber sérstaklega að nefna hlutastarfaleiðina, sem öllum hefur boðist. Einnig má nefna aðgerðir eins og lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt öðrum frestunum o.s.frv. En er þetta nóg? Fjármálaráðherra komst sjálfur svo að orði að við værum mögulega að fara í gegnum mesta efnahagssamdrátt í 100 ár og einnig nefndi hann að nú þegar eru um 50.000 Íslendingar annað hvort komin í hlutastarfaleiðina eða án atvinnu. Ég velti því fyrir mér hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu nálægt því að vera fullnægjandi í þessu samhengi. Það hve margir nýttu sér hlutastarfaleiðina sýnir hvað þörfin er brýn. Fjármálaráðherra nefndi einnig að fjölmörgum fyrirtækjum verður ekki hægt að bjarga, hjá því verður því miður ekki komist. En hvað er ásættanlegt viðmið hvað þau mál varðar, þ.e. hlutfall þeirra fyrirtækja sem ekki munu komast hjá gjaldþroti? Á síðustu dögum og vikum hafa aðilar úr stórum og öflugum fyrirtækjum í atvinnugreininni lýst yfir verulegum áhyggjum yfir stöðu mála. Það er auðvelt að taka undir þær áhyggjur, óvissan í greininni er algjör. Við erum að tala um eina stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, sem hefur lagt gríðarlega mikið til hagvaxtar á undanförnum árum. Það er ljóst að aðgerðarpakki 2 kemur ekki til móts við þessa aðila að neinu ráði. Ég er sammála mörgum sem lýst hafa vonbrigðum með aðgerðapakka 2 og bjóst ég við mun umfangsmeiri aðgerðum. Brúarlánin, sem eru ekki enn komin í framkvæmd þrátt fyrir að þau hafi verið kynnt fyrir um mánuði, koma eflaust til með að virka fyrir einhverja sem ljóstýra í því kolniðamyrkri sem greinin stendur frammi fyrir. Þó munu eflaust og skiljanlega margir koma til með að hugsa sig vel um áður en þeir skuldsetja sig, sem neyðarlausn við tekjuleysi, fram yfir öll velsæmismörk og halda áfram út í óvissuna. Það er ljóst að það þarf frekari aðgerðir og það sem fyrst ef ekki á allt að fara á versta veg, en hvaða aðgerðir koma til greina? Eflaust væri hægt að telja upp margt en nefna má eftirfarandi dæmi til umhugsunar. Komið verður til móts við kostnað fyrirtækja vegna uppsagnarfrests. Hlutastarfaleiðin yrði framlengd og færð niður í 0% og ráðningarsamband haldi. Boðið verði upp á beina styrki til fyrirtækja. Þessar aðgerðir þyrfti auðvitað að útlista betur með viðeigandi forsendum. Það hafa nú þegar þjóðir í kringum okkur farið þá leið að bjóða upp á ofangreindar aðgerðir, án þess að hér sé farið dýpra í þau mál. Fordæmin eru til staðar fyrir framan okkur. Við þurfum einungis að aðlaga þessar aðgerðir lítillega að íslenskum veruleika. Þetta eru vissulega verulega róttækar aðgerðir sem ég lista upp hér að ofan en það er ekki fram hjá því litið að atvinnugreinin riðar til falls, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðarbúið, svo ekki sé talað um allt það fólk sem missir lífsviðurværi sitt. Það er nú þegar fullljóst að ríkisstjórnin stendur frammi fyrir verulegum kostnaði. Hvort sem kostnaðurinn felist beint í þessum róttæku aðgerðum eða óbeint við engum frekari aðgerðum af þeim skyndilega skell sem af myndi hljótast (í formi atvinnuleysisbóta og dýpri efnahagslegri niðursveiflu o.s.frv.). Hér er einnig vert að minnast á alla þá þekkingu og sérfræðikunnáttu sem færi forgörðum ásamt þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár. Ég vona að ríkisstjórnin sé að skoða þessar aðgerðir ítarlega og taki sérstaklega mið af þeim í aðgerðarpakka 3 sem verður vonandi kynntur sem allra fyrst. Að lokum vil ég undirstrika mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að vitna í orð Jóhannesar Þórs, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það hve vel Ísland nær að koma sér aftur á fætur eftir efnahagslægðina velti á því hversu vel ferðaþjónustan muni standa í lok hennar.“ Höfundur er fjármálastjóri Eskimos Iceland
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun