Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2020 21:00 Verkið tekur ekki marga daga og á að vera lokið 25. apríl. Vísir/Jóhann K. Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar. Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar.
Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira