„Frábær árangur á EM veldur því að við fáum HM-sætið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 14:56 Guðmundur er á leið á sitt tólfta stórmót sem aðalþjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/andri marinó Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var glaður í bragði þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans, enda Ísland komið á HM 2021 í Egyptalandi. Umspilsleikirnir fyrir HM, sem áttu að fara fram í júní, voru blásnir af vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland átti að mæta Sviss í umspilinu. Evrópska handknattleikssambandið ákvað að árangurinn á EM 2020 réði því hvaða lið fengju farseðil til Egyptalands. Ísland var ein tíu Evrópuþjóða sem fékk HM-sæti í dag. „Ég er mjög glaður með þetta og stoltur vegna þess að þessi frábæri árangur liðsins á EM sem veldur því að við fáum HM-sætið,“ sagði Guðmundur en Ísland endaði í 11. sæti á EM í janúar. „Þegar við fórum á EM vissum við að það yrði mjög erfitt að fara upp úr þessum dauðariðli og það myndi kalla á algjörlega frábæra frammistöðu.“ HM í Egyptalandi verður 21. heimsmeistaramótið sem Ísland keppir á.vísir/andri marinó Sá þessa leið fyrir Guðmundur segist allt eins hafa búist við því að þessi leið farin þar sem erfitt hefði verið að spila umspilsleikina. „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var nánast ekki hægt að koma þessu fyrir. Þá fór maður að hugsa hvernig þeir myndu gera þetta og mér þessi leið ekki ólíkleg. Að liðin sem komust í milliriðla á EM myndu fá HM-sæti,“ sagði Guðmundur. Óvissunni eytt Hann er ánægður með að þessi mál séu komin á hreint; að Ísland verði á meðal þátttökuliða á HM í janúar á næsta ári. „Þetta er rosalega góð tilfinning því óvissa er mjög slæm; að eiga að fara inn í einhverja leiki einhvern tímann. Síðan eru menn ekki búnir að spila,“ sagði Guðmundur. „Það var í raun ekki gerlegt að koma þessu á fyrr en í haust en þá væru deildirnar að fara af stað. Það er mjög gott að það sé komin niðurstaða í þetta og ég er mjög stoltur að liðið sé að fara á HM“. Guðmundur ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/andri marinó Snúið að finna æfingaleiki Næstu leikir íslenska liðsins verða væntanlega í undankeppni EM 2022 í haust. Nú tekur hins vegar við vinna hjá HSÍ við að finna mótherja fyrir æfingaleiki í aðdraganda HM. Það gæti reynst snúist. „Við þurfum að finna æfingaleiki fyrir HM. Eins og þetta er skipulagt verður forkeppni Ólympíuleikanna líka í janúar og liðin sem eru þar eru ekki að fara að spila æfingaleiki. Við þurfum því að finna aðra andstæðinga,“ sagði Guðmundur. Nýjar slóðir Landsliðsþjálfarinn hefur farið á fleiri stórmót en flestir. HM í Egyptalandi verður hins vegar fyrsta stórmót Guðmundar í Afríku. „Ég held ég fari rétt með að þetta sé mitt 25. stórmót en ég hef aldrei farið til Egyptalands,“ sagði Guðmundur. „Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Við erum rosalega ánægðir að vera komnir á HM. Liðið er í uppbyggingu og mér finnst við hafa tekið góð og mikilvæg skref fram á við.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21