„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 16:23 Þrjátíu ára afmælismynd Hubble-geimsjónaukans sem hefur fengið nafnið „Geimkórallinn“. NASA/ESA Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04
Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01
Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09