Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 23:00 Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00