Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 17:41 Arna Hauksdóttir Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði þjóðarinnar. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára, sem hafa rafræn skilríki eða íslykil, er boðið að taka þátt í rannsókninni. Arna, sem er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hvetur alla sem geta til að taka þátt í rannsókninni því fjöldi þátttakenda styrkir hana og gerir hana marktækari. „Við höfum í gegnum tíðina, okkar rannsóknarhópur, rannsakað mjög mikið áhrif samfélagslegra áfalla á heilsu fólks, eins og eftir hrun og náttúruhamfarir og svo framvegis. Þannig að okkur fannst gríðarlegt vísindalegt gildi fólgið í því að fara af stað með þessa rannsókn, líka bara til að búa til þekkingu sem við getum nýtt okkur núna en ekki síður til framtíðar ef við lendum í svipuðum aðstæðum. Við búum við einstakar aðstæður aðstæður hérna á Íslandi. Það er auðvelt að ná til fólks og Íslendingar almennt jákvæðir gagnvart vísindarannsóknum.“ Íslenski rannsóknarhópurinn er í samstarfi við rannsóknarhópa á Norðurlöndum og nota sömu spurningalistana. Þannig verður hægt að bera saman líðan þjóðanna með tilliti til breytna á borð við viðbrögð heilbrigðiskerfa þjóðanna. „Við spyrjum talsvert um þessa Covid tengdu þætti; hvort fólk hafi veikst eða eigi aðstandanda sem hafi veikst, hafi verið í sóttkví og svo framvegis af því það eru gríðarlegir álagspunktar. Við spyrjum líka út í atvinnuóöryggi sem margir standa frammi fyrir sem sýnt hefur verið fram á í fyrri rannsóknum að hefur gríðarleg áhrif á heilsu og svo náttúrulega einmanaleikinn. Við spyrjum sérstaklega um hann því við höfum áhyggjur af því að aukin einangrun, sem svo sannarlega hefur verið hjá fólki, hafi neikvæð áhrif á heilsu.“ Með rannsóknum á líðan fólks skapast tækifæri til forvarna að sögn Örnu. Sýni fólk merki um áföll eða áfallastreitu sé hægt að grípa inn í með viðeigandi meðferð og koma í veg fyrir að veikindin þróist í aðrar og alvarlegri áttir. „Það er von okkar að þetta geti nýst til framtíðar til að bæta viðbragðáætlanir og styrkja heilbrigðiskerfið þegar eitthvað annað svona dynur á. Rannsóknin okkar er líka langtímarannsókn þannig að við getum fylgt fólki eftir til lengri tíma til að sjá hvernig þetta þróast og hvernig fólki reiðir af, ef við sjáum merki vanlíðunar núna. Það er ekki síður mikilvægt.“ Hér er hægt að lesa um rannsóknina og taka þátt í henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hvetja almenning til að taka þátt í rannsókn um líðan þjóðarinnar á tímum Covid-19 Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetja almenning til þess að taka þátt í nýrri rannsókn sem hleypt var af stokkunum í dag og ber yfirskriftina Líðan þjóðar á tímum Covid-19. 24. apríl 2020 15:17