Innlent

Kjaraviðræður lögreglumanna og ríkisins árangurslausar í dag

Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Kjaraviðræðum Landsambands lögreglumanna og ríkisins lauk í dag án árangurs. Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í eitt ár og er óþreyju og pirrings farið að gæta innan stéttarinnar.

Lögreglumenn fara fram á að laun þeirra verði leiðrétt með launahækkun í nýjum kjarasamningi. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á miðvikudag í næstu viku.

Frímann Birgir Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna segir í samtali við fréttastofu að samningnefndir hafi ekki náð saman og að enn sé nokkuð langt í land.

„Það var þó stigið jákvætt lítið skref og unnið að úrlausn ákveðinna atriða sem hafa verið óleyst frá síðasta kjarasamningi. Við eigum þó alveg eftir að ræða launaliðinn og búumst við að þær viðræður hefjist næstu viku en næsti fundur er boðaður á miðvikudag,“ segir Frímann.


Tengdar fréttir

Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar

Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×