Innlent

Kannabisræktun þar sem eldurinn kom upp við Hverfisgötu

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Kannabisræktun var í risi hús þar sem að eldur kom upp um miðjan apríl.
Kannabisræktun var í risi hús þar sem að eldur kom upp um miðjan apríl. Vísir/Jóhann K.

Kannabisræktun var í risi húss við Hverfisgötu þar sem eldur kom upp um miðjan apríl. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þar um hundrað plöntur í ræktun sem var á á öllum stigum.

Þegar eldurinn kom upp var allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang og tók slökkvistarf langan tíma en rjúfa þurfti þakið til þess að komast að eldi. Til allrar mildi var enginn í húsinu þegar eldurinn kom upp. Miklar skemmdir urðu vegna elds, vatns og reyks.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan vinnu að rannsókn málsins.Vísir/Jóhann K.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×