Er áburður orðinn áhyggjuefni? Jens Garðar Helgason skrifar 26. apríl 2020 09:00 Undanfarin misseri hafa hér í skoðanadálki Vísis birst tvær greinar, önnur skrifuð af bónda í Borgarfirði og hin af arkitekt í Reykjavík, þar sem vegið er að uppbyggingu laxeldis í hinum dreifðu byggðum Vestfjarða og Austfjarða. Er bæði bóndanum og arkitektinum sérstaklega umhugað um þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur. Arkitektinn gengur þó skrefinu lengra og ber þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur saman við skólp. Skólp á öll tún? En ef um skólp væri að ræða væru blómleg landbúnaðarhéruð eins og Eyjafjörður, Skagafjörður, Borgarfjörður og Suðurlandið óbyggileg því í árhundruð væru bændur búnir að bera skólp á tún og ræktarlönd. Allir sem það vilja skilja, sjá að þetta stenst enga skoðun. Skólp og húsdýraáburður er ekki það sama. Skólp er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum og getur innihaldið margvísleg hættuleg efni og óæskilegar örverur. Eftir meðhöndlun, útfellingu og hreinsun í hreinsistöð er nú vaxandi áhugi fyrir að nýta áburðargildi seyrunnar sem til fellur til uppgræðslu, standist hún kröfur um mengun og hollustuhætti. Það hefur t.d. þegar verið gert á afrétti Hrunamanna og í Ölfusi. Úrgangur frá eldisdýrum, hvort sem er til sjós eða lands flokkast hinsvegar sem lífrænn áburður sem nýtist plöntum og örverum, hvort sem er á landi eða í vatni. Við eldi dýra hefur sá skítur sem til fellur verið notaður beint og þannig hafa þessi úrgangsefni farið áfram inn í hringrásir náttúrunnar. Bóndinn veit hver er besti áburðurinn til uppgræðslu túna sinna. Ekki áróður heldur einfaldar staðreyndir Lífrænn úrgangur sem kemur frá eldislaxi, er sambærilegur og annar villtur fiskur gefur frá sér í náttúrunni. Samkvæmt þessu ætti það að vera þessum ágætum mönnum mikið áhyggjuefni hvað þorskstofninn er orðinn stór og hvað hvölum hefur fjölgað við Íslandsstrendur. Það er nú ekki lítið sem þessir stofnar skila útí hafið. Við Íslandsstrendur hefur ekki orðið vart við heilbrigðisvandamál vegna lífræns úrgangs frá fiski vegna þess að vistkerfi hafsins ræður við að brjóta hann niður. Undir kvíunum brotnar þessi úrgangur niður og þynnist út. Burðarþolstakmarkanir, umhverfisvöktun og hvíldartími kvíabóla koma í veg fyrir langtíma uppsöfnun sem valdið gæti vandræðum og um mengun væri að ræða. Öllu er þessu stjórnað þannig að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. Enda hefur það sýnt sig og verið staðfest með sýnatökum við vöktun svæðanna að engin uppsöfnuð mengun hefur orðið. Laxeldið fengi ekki þrifist ef það spillti umhverfinu sem það starfar í. Hér er ekki um áróðursblekkingar eða annað að ræða heldur einfaldar staðreyndir. Við erum öll í sama bát Að vera laxabóndi er í eðli sínu ekkert öðruvísi en að vera kúabóndi eða sauðfjárbóndi. Laxabóndanum er jafn umhugað um velferð sinna dýra og að búskapur hans stuðli að sjálfbærri uppbygginu í sátt við umhverfi og samfélag. Staðreyndin er að dýrapróteinframleiðsla með laxeldi í sjókvíum hefur mun minni umhverfisáhrif og vistspor en kjötframleiðsla á landi. Nýting orku og næringarefna er mjög mikil og framleiðsla úrgangs (saurs) aðeins brot af úrgangsmyndun landhryggdýra. Því ætti að beina dýrapróteinframleiðslunni í enn frekari mæli í átt til aukins fiskeldis, eins og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur hvatt til. Ég geri mér í hugarlund að framundan séu miklar áskoranir í sölu veiðileyfa á Íslandi sökum Covid-19 en vona að úr rætist. Að útlendingarnir láti sjá sig í íslenskum veiðiám og haldi áfram að vera sú búbót sem þeir hafa verið fyrir marga bændur og að veiðifélag Þverár og Kjarrár geti viðhaldið sínum 30 störfum. Hagsmunir okkar allra, sem Íslendinga, fara saman í að verja störfin, halda áfram að byggja upp og auka hér útflutningstekjur landsmönnum öllum til heilla. Gleðilegt sumar! Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Byggðamál Jens Garðar Helgason Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa hér í skoðanadálki Vísis birst tvær greinar, önnur skrifuð af bónda í Borgarfirði og hin af arkitekt í Reykjavík, þar sem vegið er að uppbyggingu laxeldis í hinum dreifðu byggðum Vestfjarða og Austfjarða. Er bæði bóndanum og arkitektinum sérstaklega umhugað um þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur. Arkitektinn gengur þó skrefinu lengra og ber þann lífræna áburð sem frá sjókvíaeldinu kemur saman við skólp. Skólp á öll tún? En ef um skólp væri að ræða væru blómleg landbúnaðarhéruð eins og Eyjafjörður, Skagafjörður, Borgarfjörður og Suðurlandið óbyggileg því í árhundruð væru bændur búnir að bera skólp á tún og ræktarlönd. Allir sem það vilja skilja, sjá að þetta stenst enga skoðun. Skólp og húsdýraáburður er ekki það sama. Skólp er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum og getur innihaldið margvísleg hættuleg efni og óæskilegar örverur. Eftir meðhöndlun, útfellingu og hreinsun í hreinsistöð er nú vaxandi áhugi fyrir að nýta áburðargildi seyrunnar sem til fellur til uppgræðslu, standist hún kröfur um mengun og hollustuhætti. Það hefur t.d. þegar verið gert á afrétti Hrunamanna og í Ölfusi. Úrgangur frá eldisdýrum, hvort sem er til sjós eða lands flokkast hinsvegar sem lífrænn áburður sem nýtist plöntum og örverum, hvort sem er á landi eða í vatni. Við eldi dýra hefur sá skítur sem til fellur verið notaður beint og þannig hafa þessi úrgangsefni farið áfram inn í hringrásir náttúrunnar. Bóndinn veit hver er besti áburðurinn til uppgræðslu túna sinna. Ekki áróður heldur einfaldar staðreyndir Lífrænn úrgangur sem kemur frá eldislaxi, er sambærilegur og annar villtur fiskur gefur frá sér í náttúrunni. Samkvæmt þessu ætti það að vera þessum ágætum mönnum mikið áhyggjuefni hvað þorskstofninn er orðinn stór og hvað hvölum hefur fjölgað við Íslandsstrendur. Það er nú ekki lítið sem þessir stofnar skila útí hafið. Við Íslandsstrendur hefur ekki orðið vart við heilbrigðisvandamál vegna lífræns úrgangs frá fiski vegna þess að vistkerfi hafsins ræður við að brjóta hann niður. Undir kvíunum brotnar þessi úrgangur niður og þynnist út. Burðarþolstakmarkanir, umhverfisvöktun og hvíldartími kvíabóla koma í veg fyrir langtíma uppsöfnun sem valdið gæti vandræðum og um mengun væri að ræða. Öllu er þessu stjórnað þannig að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. Enda hefur það sýnt sig og verið staðfest með sýnatökum við vöktun svæðanna að engin uppsöfnuð mengun hefur orðið. Laxeldið fengi ekki þrifist ef það spillti umhverfinu sem það starfar í. Hér er ekki um áróðursblekkingar eða annað að ræða heldur einfaldar staðreyndir. Við erum öll í sama bát Að vera laxabóndi er í eðli sínu ekkert öðruvísi en að vera kúabóndi eða sauðfjárbóndi. Laxabóndanum er jafn umhugað um velferð sinna dýra og að búskapur hans stuðli að sjálfbærri uppbygginu í sátt við umhverfi og samfélag. Staðreyndin er að dýrapróteinframleiðsla með laxeldi í sjókvíum hefur mun minni umhverfisáhrif og vistspor en kjötframleiðsla á landi. Nýting orku og næringarefna er mjög mikil og framleiðsla úrgangs (saurs) aðeins brot af úrgangsmyndun landhryggdýra. Því ætti að beina dýrapróteinframleiðslunni í enn frekari mæli í átt til aukins fiskeldis, eins og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur hvatt til. Ég geri mér í hugarlund að framundan séu miklar áskoranir í sölu veiðileyfa á Íslandi sökum Covid-19 en vona að úr rætist. Að útlendingarnir láti sjá sig í íslenskum veiðiám og haldi áfram að vera sú búbót sem þeir hafa verið fyrir marga bændur og að veiðifélag Þverár og Kjarrár geti viðhaldið sínum 30 störfum. Hagsmunir okkar allra, sem Íslendinga, fara saman í að verja störfin, halda áfram að byggja upp og auka hér útflutningstekjur landsmönnum öllum til heilla. Gleðilegt sumar! Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun