Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 06:37 Þrátt fyrir að faraldur kórónuveirunnar sé víða í uppsveiflu vestanhafs eru ýmis ríki þegar farin að aflétta takmörkunum. epa/ CRISTOBAL HERRERA Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira