Ástandið fer versnandi í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 07:19 Sjúkrahús eru að kikna undan álagi og útfarastofur sömuleiðis. AP/Silvia Izquierdo Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar. Lítil skimun þar í landi gerir sérfræðingum erfitt fyrir um að segja hve umfangsmikil úbreiðsla veirunnar er í þar í landi en einhverjir sérfræðingar segja rúma milljón manna vera smitaða. Yfirvöld Brasilíu hafa staðfest um það bil 4.500 dauðsföll og að nærri því 67 þúsund manns hafi smitast. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heldur því fram að um „litla flensu“ sé að ræða og hefur ríkisstjórn hans ekki gripið til félagsforðunar eða annars konar aðgerða. AP fréttaveitan segir sjúkrahús í stærstu borgum landsins vera að kikna undir álagi og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. Paulo Brandão, veirufræðingur við háskóla Sao Paulo, segir aðstæður í Brasilíu vera á þann veg að faraldurinn þar í landi geti versnað til muna á næstunni. Þá stefnir í vetur á suðurhveli jarðar og gæti það gert ástandið verra. Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika veirunnar og faraldursins. Eins og áður segir hefur ríkisstjórn hans ekki skipað fólki að stunda félagsforðun en margir ríkis- og borgarstjórar hafa gert það. Bolsonaro hefur gagnrýnt það og sagt mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa eðlilegu lífið svo verja megi efnahag ríkisins. Í apríl rak Bolsonaro heilbrigðisráðherra sinn eftir að þeir deildu um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Forsetinn skipaði annan ráðherra sem er hlynntur því að halda hagkerfinu við. Embættismenn í minnst fimm stórum borgum Brasilíu segja heilbrigðiskerfi þeirra að hruni komin. Ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Meðal þeirra borga er Rio de Janeiro.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira