„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 12:09 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir „Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira