Fjársterkir einstaklingar lífæð knattspyrnudeilda Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 23:00 Jóhann Már Helgason var gestur í Sportinu í dag og fór yfir málin með Henry Birgi og Kjartani Atla. MYND/STÖÐ 2 SPORT Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Fjársterkir stuðningsmenn eru lífæð margra knattspyrnudeilda á Íslandi, sérstaklega á meðal bestu liðanna í Pepsi Max-deild karla. Þetta segir Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, í Sportinu í dag. Í skýrslunni skrifaði hann að við bankahrunið árið 2008 hefðu flestar styrktargreiðslur til félaga minnkað og jafnvel horfið næstu 2-3 árin. Hvað gæti þá gerst núna í kórónuveirukrísunni? „Það er bara vont að spá um það, vegna þess að manni líður illa við að hugsa til þess. Það eru mjög mörg fyrirtæki sem núna þurfa að halda að sér höndum. Ég kom inn á það þegar ég skrifaði skýrsluna að þessi fyrirtæki sem svo sannarlega styrkja íþróttafélögin í kringum sig og standa sig ótrúlega vel í að gera það… maður skilur að það séu brostnar forsendur hjá þeim og þau þurfi að draga saman seglin. Það sem íþróttafélögin hafa hins vegar, og ég vona svo sannarlega að það verði ekki breyting þar á, eru mjög sterkir bakhjarlar í formi einstaklinga sem leggja rekstrinum lið,“ segir Jóhann. Þessir einstaklingar séu í raun lífæð knattspyrnudeilda: „Það sem ég á við er að það væri ekki hægt að reka apparatið nema að þessir aðilar kæmu til. Ég held að þannig sé það í flestum tilfellum, sérstaklega í efsta laginu í Pepsi Max-deild karla. Það skiptir gríðarlega miklu máli að það komi svona aðilar inn, stuðningsmenn með stórt hjarta fyrir sínu félagi. Svona greiðslur geta verið eins skiptis greiðslur eða mánaðargreiðslur, það er allur gangur á því, en þetta er það sem skiptir félögin öllu máli. Vonandi verður ekki breyting þar á því þá er útlitið mjög dökkt fyrir reksturinn.“ Klippa: Sportið í dag - Rekstur íslenskra knattspyrnufélaga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. 28. apríl 2020 20:02
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15