Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sést hér í heimsókninni á Mayo Clinic í dag. Hann er sá eini sem ekki er með andlitsgrímu. AP/Jim Mone Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. Varaforsetinn fer fyrir teymi bandarísku ríkisstjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum yfirvalda í baráttunni gegn kórónuveirunni. Myndbönd og myndir frá blaðamönnum sem voru viðstaddir heimsókn varaforsetans á spítalann sýna hvar hann stendur umkringdur heilbrigðisstarfsfólki þar sem þau heilsa upp á sjúkling. Á myndunum sést að allir nema forsetinn eru með andlitsgrímu enda kveða reglur spítalans á um að allir sem þangað komi skuli setja upp grímu til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Nánast samstundis og myndirnar frá heimsókninni birtust á netinu fékk Pence yfir sig holskeflu af gagnrýni. Eyddu tístinu Mayo Clinic sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem kom fram að varaforsetinn hefði verið upplýstur um reglur spítalans áður en hann kom í heimsókn. Tístinu hefur nú verið eytt. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt varaforsetann í dag er Brian Schatz, öldungadeildarþingmaður Demókrata, en hann segir að Pence setji hættulegt fordæmi með því að brjóta reglur spítalans með þessum hætti. When you don't wear a mask, especially inside the Mayo Clinic, you are not being brave. You are showing that you think the rules don't apply to you. And you are setting a dangerous example by ignoring experts.— Brian Schatz (@brianschatz) April 28, 2020 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pence er gagnrýndur fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í opinberum erindagjörðum. Fyrr í þessum mánuði birtust myndir af honum, án grímu, þar sem hann heilsaði ríkisstjóra Colorado, Jared Polis. Polis var sjálfur með grímu fyrir vitum sér. Talsmaður Pence sagði í kjölfarið að varaforsetinn væri ekki með andlitsgrímu því hann væri reglulega skimaður fyrir kórónuveirunni og væri ekki smitaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. 28. apríl 2020 21:23