Erlent

Indverski leikarinn Irrfan Khan er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Irrfan Khan var 53 ára gamall.
Irrfan Khan var 53 ára gamall. EPA/MAURIZIO DEGLI INNOCENTI

Indverski leikarinn Irrfan Khan, sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi og minni hlutverk í Jurassic World og Amazing Spider-Man, er látinn. Hann var 53 ára gamall og lést vegna sýkingar í ristli en hann hafði áður greinst með sjaldgæfa tegund krabbameins.

Khan dó á sjúkrahúsi í Mumbai. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvo syni.

Khan sagði fyrst frá veikindum sínum árið árið 2018 og tveimur mánuðum seinna skrifaði hann opið bréf þar sem hann sagði frá reynslu sinni, þeim mikla sársauka sem hann fann fyrir og hve mikil óvissa væri uppi um lífsmöguleika hans.

Í umfjöllun Guardian segir að Khan hafi fæðist sem Saahabzaade Irfan Ali Khan í Jaipur árið 1966. Hann reyndi fyrst fyrir sér í krikket en fór í leiklistarskóla eftir að það misheppnaðist. Um árabil gekk honum illa að fá hlutverk í kvikmyndum og lék hann mikið í ódýrum sápuóperum.

Times of India vitnar í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khan sem segir hann hafa verið umkringdan fjölskyldu og vinum þegar hann dó. Hér að neðan má svo sjá kveðju frá vini hans, leikstjóranum Shoojit Sircar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×