265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:08 Vinnumálastofnun hefur fengið tilkynningar um átta hópuppsagnir og viðbúið er að þeim muni fjölga. Vísir/Hanna Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46