Lítt dulin hótun fjármálaráðherra Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason skrifar 29. apríl 2020 13:00 Í gær, án þess að það vekti mikla athygli fjölmiðla, setti fjármálaráðherra fram lítt dulda hótun gagnvart Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar í Twitter færslu. Forsaga málsins er sú að Ágúst Ólafur hefur farið fram á það í ræðum á Alþingi og svo í grein sem hann skrifaði á visir.is í gær, að aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 verði rannsakaðar af óháðri nefnd og vísar í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem fordæmi fyrir slíkri rannsókn. Greinin sem Ágúst Ólafur skrifaði bar yfirskriftina „Rannsökum líka þetta hrun“. Hér verður ekki lagt efnislegt mat á kröfuna um rannsókna en þó felst í henni gríðarlegur tvískinnungur. Fjármálaráðherra brást við þessum kröfum á Twitter, en þar skrifaði hann: Með vísan í rannsóknarnefnd um orsakir og aðdraganda falls bankanna 2008 vill Ágúst Ólafur nú rannsaka efnahagsl. aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 þrátt fyrir að flestar þeirra fari fyrir Alþingi til samþykktar. Hvernig var það, var skjaldborgin 2009-2013 rannsökuð? Hér er ýmislegt athyglisvert. Þarna er núverandi fjármálaráðherra í raun að staðfesta, það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa lengi haldið fram, að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forseti Alþingis, hafi ráðist í ýmsar aðgerðir sem ekki voru lagðar fyrir Alþingi. Síðasta setningin hjá Bjarna vekur mann einnig til umhugsunar; „Hvernig var það, var skjaldborgin 2009-2013 rannsökuð?“ Sjálfsagt hafa margir lesið þessa setningu sem kaldhæðni og flott svar til að stinga upp í Ágúst Ólaf. En þetta er alvarlegra en svo. Í þessu svari Bjarna kristallast samspilling íslenskra stjórnmála. Skilaboð fjármálaráðherra til þingmannsins eru skýr; Ef þú ætlar að rannsaka mig og mína þá mun ég rannsaka þig og þína, þannig að þú skalt bara hætta strax svo leyndarmál ykkar fljóti ekki upp á yfirborðið. Þó ýmsum kunni að þykja djúpt í árinni tekið, þá er þessu ekki haldið fram að ástæðulausu. Þetta er nákvæmlega í samræmi við þau viðhorf sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa mætt í ýmsum myndum, undanfarin 11 ár. Íslenska stjórnkerfið er eins og „Pandóru box“, sem engin þorir að opna því engin vill horfast í augu við hroðann sem þá flýtur upp á yfirborðið. Innan þess hafa allir eitthvað á alla og ef einhver gerir sig líklegan til að rugga bátnum, þá verður honum bara hent útbyrðis líka. Við, íslenska þjóðin, verðum samt að opna það og horfast í augu við það sem þá „flýtur upp“. Öðruvísi verður ekkert lagfært og öðruvísi er ekki hægt að byggja upp neitt traust. Annars erum við alltaf að reyna að lækna svöðusár með plástrum. Slíkt virkar aldrei og mun alltaf enda illa. Það er t.d. staðreynd að allt stjórnkerfið veit að það fór eitthvað verulega úrskeiðis eftir bankahrunið 2008, allir ráðherrar vita það og allir alþingismenn líka, svo ekki sé minnst á embættismenn eins og t.d. dómara sem hafa tekið virkan þátt í aðförinni að heimilunum eftir hrun. Af hverju vill engin ræða það? Af hverju má ekki rannsaka aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin? Hvað og hverja er verið að vernda á kostnað heimilanna? Hagsmunasamtök heimilanna hafa undanfarin ár farið fram á að „...skjaldborgin 2009-2013“ verði rannsökuð. Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra svo til óslitið síðan 2013. Hann býr klárlega yfir mikilli vitneskju um það sem fram fór undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar á þessum árum og ef einhver hefði getað látið þessa rannsókn fara fram, þá er það hann. Hann hefur hins vegar staðið einbeittur gegn því en leyfir sér svo að henda fram þessari setningu „Hvernig var það, var skjaldborgin 2009-2013 rannsökuð?“, þegar hann veit í fyrsta lagi fullvel að svo er ekki. Hann veit í öðru lagi af hverju það hefur ekki verið gert. Í þriðja lagi gerir hann sér (væntanlega) góða grein fyrir því hvað sú rannsókn myndi leiða í ljós. Í fjórða lagi finnst honum greinilega í lagi að fórna heimilunum fyrir fjármálakerfið á sama hátt og „skjaldborgarstjórnin“ gerði. Í fimmta lagi, eins og hann opinberaði allt í einu í dag, þá er þetta vogaraflið sem hann hefur gagnvart vinstri flokkunum. Þetta skýrir ýmislegt! Í þessu „tísti“ fjármálaráðherra kristallast af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað láta fara fram rannsókn á þeim aðgerðum sem fyrrum „höfuðandstæðingar“ hans, Samfylkingin og Vinstri græn stóðu að, rannsókn sem hefði getað eyðilagt þá flokka, því slíkar voru misgjörðirnar gagnvart heimilunum. Nú er svarið komið í ljós. Það skiptir meira máli í pólitík á Íslandi að hafa eitthvað á andstæðingana, eitthvað sem hægt er að draga fram þegar mikið liggur við heldur en að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga og heimila séu virt. Og nú liggur greinilega mikið við. Bjarni Benediktsson, situr með Samtök atvinnulífsins og Hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) á öxlunum og ætlar, alveg eins og forveri hans Steingrímur J. Sigfússon, að gera allt fyrir stórfyrirtækin og bankana enn einu sinni. Hann þarf að fá að gera það í friði fyrir afskiptasemi frá fólki sem ekki hefur úr háum söðli að detta og nú, svo lítið bar á, minnti hann Ágúst Ólaf á að honum væri best að hafa sig hægan. Væntanlega hlýðir Ágúst Ólafur því. Hann reykspólar kannski í smástund til að sýnast aðeins, en svo mun hann láta þetta ljúflega niður falla, því ekki vill hann að aðgerðir skjaldborgarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur verði dregnar fram í dagsljósið. Þó hótun fjármálaráðherra sé stóra málið í þessu samhengi þá ríður hræsni Ágústar Ólafs ekki við einteyming. „Rannsökum líka þetta hrun“ er gríðarlega kaldhæðnisleg fyrirsögn í ljósi sögunnar og þess að ekki hefur mátt rannsaka neitt af þeim aðgerðum sem hans flokkur stóð fyrir í kjölfar hrunsins. Samspilling íslenskra stjórnmála hefur valdið heimilunum og þjóðfélaginu öllu alveg gríðarlegum skaða sem varla er hægt að meta til fjár, hvað þá að hægt sé að meta tjónið sem hún hefur valdið á lífum fólks og afkomu. Samspillingin er orðin svo samofin íslenskum stjórnmálum að við vitum varla hvar upphaf hennar eða endir er. Við verðum að ræða þessi mál og við sem þjóð eigum ekki að leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með duldar hótanir sem þessa. Ef Bjarni væri bara einhver „Jón út í bæ“ væri lítið um þessi orð að segja, en hann er það ekki. Hann er fjármálaráðherra landsins og hefur verið það næstum óslitið frá 2013. Þetta er maður sem hefur frá fyrstu tíð varið hagsmuni stórfyrirtækja og banka. Hann veit alveg hvað hann er að segja og hvort sem þetta var sett fram af léttúð eða ekki, er augljóst að hann veit að ýmislegt hafi misfarist eftir hrunið 2008 sem þolir ekki dagsins ljós. Hann hlýtur þá að ætla að láta rannsaka það. Eða hvað? Af hverju er hann, sem aldrei hefur viljað ljá máls á rannsókn eða viðurkenna að hennar sé þörf, að ljá máls á henni núna? Er eitthvað að því sem hann er að gera núna sem þolir illa rannsókn? Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og sagan gefur ekki tilefni til bjartsýni fyrir heimilin og það gera viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra ekki heldur. Katrín hefur þegar lýst því yfir að ef til komi verði heimilunum „hjálpað“ eins og eftir hrunið 2008, og er því greinilega ekki að horfast í augu við mistökin sem þá voru gerð og kostuðu a.m.k. 15.000 fjölskyldur heimili sín. Það er þyngra en tárum taki að allt stjórnkerfið, framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið, og dómsvaldið, ásamt sýslumönnum og fjölda embættismanna, skuli meta pólitíska leiki meira en líf fólks og heimili. Vegna aðgerða stjórnvalda eftir hrun og til að passa að ekki falli á glansmynd ákveðinna stjórnmálamanna, hefur að minnsta kosti 15.000 heimilum verið fórnað og lífum fólks umturnað þannig að margir bera þess aldrei bætur. Það lítur út fyrir að nú eigi að endurtaka leikinn – það má alls ekki gerast! Við eigum ekki að óttast rannsóknir. Þær eru jákvæðar því auk þess að veita stjórnvöldum aðhald er hægt að draga af þeim lærdóm sem kemur að gagni síðar. Þess vegna er sjálfsagt að taka undir með Ágústi Ólafi, að þegar frá líði þurfi að rannsaka þær aðgerðir sem núna er verið að vinna að. Það er einnig ástæða til að þakka Bjarna Benediktssyni fyrir að minna á að ekki hafi enn verið gerð rannsókn á aðgerðum skjaldborgarstjórnarinnar 2009 - 2013, en sú rannsókn væri góð byrjun á Rannsóknarskýrslu heimilanna og því hvaða áhrif aðgerðir og aðgerðaleysi allra ríkisstjórna frá síðasta hruni hafa haft á heimili landsins. Kannski Rannsóknarskýrsla heimilanna fari að líta dagsins ljós - hver veit? Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Í gær, án þess að það vekti mikla athygli fjölmiðla, setti fjármálaráðherra fram lítt dulda hótun gagnvart Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar í Twitter færslu. Forsaga málsins er sú að Ágúst Ólafur hefur farið fram á það í ræðum á Alþingi og svo í grein sem hann skrifaði á visir.is í gær, að aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 verði rannsakaðar af óháðri nefnd og vísar í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem fordæmi fyrir slíkri rannsókn. Greinin sem Ágúst Ólafur skrifaði bar yfirskriftina „Rannsökum líka þetta hrun“. Hér verður ekki lagt efnislegt mat á kröfuna um rannsókna en þó felst í henni gríðarlegur tvískinnungur. Fjármálaráðherra brást við þessum kröfum á Twitter, en þar skrifaði hann: Með vísan í rannsóknarnefnd um orsakir og aðdraganda falls bankanna 2008 vill Ágúst Ólafur nú rannsaka efnahagsl. aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 þrátt fyrir að flestar þeirra fari fyrir Alþingi til samþykktar. Hvernig var það, var skjaldborgin 2009-2013 rannsökuð? Hér er ýmislegt athyglisvert. Þarna er núverandi fjármálaráðherra í raun að staðfesta, það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa lengi haldið fram, að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forseti Alþingis, hafi ráðist í ýmsar aðgerðir sem ekki voru lagðar fyrir Alþingi. Síðasta setningin hjá Bjarna vekur mann einnig til umhugsunar; „Hvernig var það, var skjaldborgin 2009-2013 rannsökuð?“ Sjálfsagt hafa margir lesið þessa setningu sem kaldhæðni og flott svar til að stinga upp í Ágúst Ólaf. En þetta er alvarlegra en svo. Í þessu svari Bjarna kristallast samspilling íslenskra stjórnmála. Skilaboð fjármálaráðherra til þingmannsins eru skýr; Ef þú ætlar að rannsaka mig og mína þá mun ég rannsaka þig og þína, þannig að þú skalt bara hætta strax svo leyndarmál ykkar fljóti ekki upp á yfirborðið. Þó ýmsum kunni að þykja djúpt í árinni tekið, þá er þessu ekki haldið fram að ástæðulausu. Þetta er nákvæmlega í samræmi við þau viðhorf sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa mætt í ýmsum myndum, undanfarin 11 ár. Íslenska stjórnkerfið er eins og „Pandóru box“, sem engin þorir að opna því engin vill horfast í augu við hroðann sem þá flýtur upp á yfirborðið. Innan þess hafa allir eitthvað á alla og ef einhver gerir sig líklegan til að rugga bátnum, þá verður honum bara hent útbyrðis líka. Við, íslenska þjóðin, verðum samt að opna það og horfast í augu við það sem þá „flýtur upp“. Öðruvísi verður ekkert lagfært og öðruvísi er ekki hægt að byggja upp neitt traust. Annars erum við alltaf að reyna að lækna svöðusár með plástrum. Slíkt virkar aldrei og mun alltaf enda illa. Það er t.d. staðreynd að allt stjórnkerfið veit að það fór eitthvað verulega úrskeiðis eftir bankahrunið 2008, allir ráðherrar vita það og allir alþingismenn líka, svo ekki sé minnst á embættismenn eins og t.d. dómara sem hafa tekið virkan þátt í aðförinni að heimilunum eftir hrun. Af hverju vill engin ræða það? Af hverju má ekki rannsaka aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin? Hvað og hverja er verið að vernda á kostnað heimilanna? Hagsmunasamtök heimilanna hafa undanfarin ár farið fram á að „...skjaldborgin 2009-2013“ verði rannsökuð. Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra svo til óslitið síðan 2013. Hann býr klárlega yfir mikilli vitneskju um það sem fram fór undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar á þessum árum og ef einhver hefði getað látið þessa rannsókn fara fram, þá er það hann. Hann hefur hins vegar staðið einbeittur gegn því en leyfir sér svo að henda fram þessari setningu „Hvernig var það, var skjaldborgin 2009-2013 rannsökuð?“, þegar hann veit í fyrsta lagi fullvel að svo er ekki. Hann veit í öðru lagi af hverju það hefur ekki verið gert. Í þriðja lagi gerir hann sér (væntanlega) góða grein fyrir því hvað sú rannsókn myndi leiða í ljós. Í fjórða lagi finnst honum greinilega í lagi að fórna heimilunum fyrir fjármálakerfið á sama hátt og „skjaldborgarstjórnin“ gerði. Í fimmta lagi, eins og hann opinberaði allt í einu í dag, þá er þetta vogaraflið sem hann hefur gagnvart vinstri flokkunum. Þetta skýrir ýmislegt! Í þessu „tísti“ fjármálaráðherra kristallast af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað láta fara fram rannsókn á þeim aðgerðum sem fyrrum „höfuðandstæðingar“ hans, Samfylkingin og Vinstri græn stóðu að, rannsókn sem hefði getað eyðilagt þá flokka, því slíkar voru misgjörðirnar gagnvart heimilunum. Nú er svarið komið í ljós. Það skiptir meira máli í pólitík á Íslandi að hafa eitthvað á andstæðingana, eitthvað sem hægt er að draga fram þegar mikið liggur við heldur en að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga og heimila séu virt. Og nú liggur greinilega mikið við. Bjarni Benediktsson, situr með Samtök atvinnulífsins og Hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) á öxlunum og ætlar, alveg eins og forveri hans Steingrímur J. Sigfússon, að gera allt fyrir stórfyrirtækin og bankana enn einu sinni. Hann þarf að fá að gera það í friði fyrir afskiptasemi frá fólki sem ekki hefur úr háum söðli að detta og nú, svo lítið bar á, minnti hann Ágúst Ólaf á að honum væri best að hafa sig hægan. Væntanlega hlýðir Ágúst Ólafur því. Hann reykspólar kannski í smástund til að sýnast aðeins, en svo mun hann láta þetta ljúflega niður falla, því ekki vill hann að aðgerðir skjaldborgarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur verði dregnar fram í dagsljósið. Þó hótun fjármálaráðherra sé stóra málið í þessu samhengi þá ríður hræsni Ágústar Ólafs ekki við einteyming. „Rannsökum líka þetta hrun“ er gríðarlega kaldhæðnisleg fyrirsögn í ljósi sögunnar og þess að ekki hefur mátt rannsaka neitt af þeim aðgerðum sem hans flokkur stóð fyrir í kjölfar hrunsins. Samspilling íslenskra stjórnmála hefur valdið heimilunum og þjóðfélaginu öllu alveg gríðarlegum skaða sem varla er hægt að meta til fjár, hvað þá að hægt sé að meta tjónið sem hún hefur valdið á lífum fólks og afkomu. Samspillingin er orðin svo samofin íslenskum stjórnmálum að við vitum varla hvar upphaf hennar eða endir er. Við verðum að ræða þessi mál og við sem þjóð eigum ekki að leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með duldar hótanir sem þessa. Ef Bjarni væri bara einhver „Jón út í bæ“ væri lítið um þessi orð að segja, en hann er það ekki. Hann er fjármálaráðherra landsins og hefur verið það næstum óslitið frá 2013. Þetta er maður sem hefur frá fyrstu tíð varið hagsmuni stórfyrirtækja og banka. Hann veit alveg hvað hann er að segja og hvort sem þetta var sett fram af léttúð eða ekki, er augljóst að hann veit að ýmislegt hafi misfarist eftir hrunið 2008 sem þolir ekki dagsins ljós. Hann hlýtur þá að ætla að láta rannsaka það. Eða hvað? Af hverju er hann, sem aldrei hefur viljað ljá máls á rannsókn eða viðurkenna að hennar sé þörf, að ljá máls á henni núna? Er eitthvað að því sem hann er að gera núna sem þolir illa rannsókn? Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og sagan gefur ekki tilefni til bjartsýni fyrir heimilin og það gera viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra ekki heldur. Katrín hefur þegar lýst því yfir að ef til komi verði heimilunum „hjálpað“ eins og eftir hrunið 2008, og er því greinilega ekki að horfast í augu við mistökin sem þá voru gerð og kostuðu a.m.k. 15.000 fjölskyldur heimili sín. Það er þyngra en tárum taki að allt stjórnkerfið, framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið, og dómsvaldið, ásamt sýslumönnum og fjölda embættismanna, skuli meta pólitíska leiki meira en líf fólks og heimili. Vegna aðgerða stjórnvalda eftir hrun og til að passa að ekki falli á glansmynd ákveðinna stjórnmálamanna, hefur að minnsta kosti 15.000 heimilum verið fórnað og lífum fólks umturnað þannig að margir bera þess aldrei bætur. Það lítur út fyrir að nú eigi að endurtaka leikinn – það má alls ekki gerast! Við eigum ekki að óttast rannsóknir. Þær eru jákvæðar því auk þess að veita stjórnvöldum aðhald er hægt að draga af þeim lærdóm sem kemur að gagni síðar. Þess vegna er sjálfsagt að taka undir með Ágústi Ólafi, að þegar frá líði þurfi að rannsaka þær aðgerðir sem núna er verið að vinna að. Það er einnig ástæða til að þakka Bjarna Benediktssyni fyrir að minna á að ekki hafi enn verið gerð rannsókn á aðgerðum skjaldborgarstjórnarinnar 2009 - 2013, en sú rannsókn væri góð byrjun á Rannsóknarskýrslu heimilanna og því hvaða áhrif aðgerðir og aðgerðaleysi allra ríkisstjórna frá síðasta hruni hafa haft á heimili landsins. Kannski Rannsóknarskýrsla heimilanna fari að líta dagsins ljós - hver veit? Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun