Lippi kvartaði yfir grófum Íslendingum með hjálp túlks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 15:00 Lippi með sigurvindil eftir að Ítalía varð heimsmeistari 2006. vísir/getty Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti