Lippi kvartaði yfir grófum Íslendingum með hjálp túlks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 15:00 Lippi með sigurvindil eftir að Ítalía varð heimsmeistari 2006. vísir/getty Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30