Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10