Konum í útgöngubanni ráðlagt að hætta að nöldra í eiginmönnum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 10:17 Konum var ráðlagt að nöldra ekki í eiginmönnum sínum, farða sig og klæða sig vel. Ríkisstjórn Malasíu hefur beðist afsökunar eftir að konum var ráðlagt að „nöldra“ ekki í eiginmönnum sínum. Eins og víða annars staðar í heiminum eru íbúar Malasíu mikið heima fyrir þessa dagana og sendi ríkisstjórnin frá sér ráðleggingar fyrir fólk en þær þykja óviðeigandi og asnalegar. Meðal annars var konum ráðlagt að hætta ekki að farða sig og klæða sig vel, þó þær væru mestmegnis heima, og að nöldra ekki um of í eiginmönnum sínum. Einnig var konum ráðlagt að sleppa allri kaldhæðni þegar þær biðja um hjálp við heimilisstörfin. Slíkt gæti hjálpað til vegna hinnar auknu samveru. Nánar tiltekið var það ráðuneyti konu, fjölskyldu og samfélagsþróunar sem sendi frá sér þessar ráðleggingar á Facebook og Instagram. Þær hafa nú verið fjarlægðar. While dressing up to work is one way of maintaining discipline and a routine while working from home, the focus on LOOKS, DRESS, and MAKEUP is absolutely unnecessary.Stop this sexist messaging @KPWKM and focus on #domesticviolence survivors who are at higher risk now! https://t.co/mU7nBqbkgk— All Women s Action Society (@AWAMMalaysia) March 31, 2020 Eftir að ráðleggingarnar voru fjarlægðar baðst ráðuneytið afsökunar og stóð í yfirlýsingu að ráðleggingunum hefði einungis verið ætlað að hjálpa til. Eins og bent er á í frétt NPR hafa kvenréttindasamtök um allan heim lýst yfir áhyggjum af auknu heimilisofbeldi samhliða far- og samkomubönnum. Minnst 2.900 smit nýju kórónuveirunnar hafa verið staðfest í Malasíu og hafa minnst 45 látið lífið. Meðal annars hafa verulegar hömlur verið settar á ferðir almennings í landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malasía Jafnréttismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Ríkisstjórn Malasíu hefur beðist afsökunar eftir að konum var ráðlagt að „nöldra“ ekki í eiginmönnum sínum. Eins og víða annars staðar í heiminum eru íbúar Malasíu mikið heima fyrir þessa dagana og sendi ríkisstjórnin frá sér ráðleggingar fyrir fólk en þær þykja óviðeigandi og asnalegar. Meðal annars var konum ráðlagt að hætta ekki að farða sig og klæða sig vel, þó þær væru mestmegnis heima, og að nöldra ekki um of í eiginmönnum sínum. Einnig var konum ráðlagt að sleppa allri kaldhæðni þegar þær biðja um hjálp við heimilisstörfin. Slíkt gæti hjálpað til vegna hinnar auknu samveru. Nánar tiltekið var það ráðuneyti konu, fjölskyldu og samfélagsþróunar sem sendi frá sér þessar ráðleggingar á Facebook og Instagram. Þær hafa nú verið fjarlægðar. While dressing up to work is one way of maintaining discipline and a routine while working from home, the focus on LOOKS, DRESS, and MAKEUP is absolutely unnecessary.Stop this sexist messaging @KPWKM and focus on #domesticviolence survivors who are at higher risk now! https://t.co/mU7nBqbkgk— All Women s Action Society (@AWAMMalaysia) March 31, 2020 Eftir að ráðleggingarnar voru fjarlægðar baðst ráðuneytið afsökunar og stóð í yfirlýsingu að ráðleggingunum hefði einungis verið ætlað að hjálpa til. Eins og bent er á í frétt NPR hafa kvenréttindasamtök um allan heim lýst yfir áhyggjum af auknu heimilisofbeldi samhliða far- og samkomubönnum. Minnst 2.900 smit nýju kórónuveirunnar hafa verið staðfest í Malasíu og hafa minnst 45 látið lífið. Meðal annars hafa verulegar hömlur verið settar á ferðir almennings í landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malasía Jafnréttismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira