Geðrænar afleiðingar vegna Covid-19 koma fram síðar Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2020 10:50 Hafrún segir að geðheilbrigðisbatteríið hafi verið í viðbragðsstöðu í hruninu árið 2008 að taka við fjölda fólks en engin eftirspurn var sem kom alveg flatt upp á hana og aðra sem þar störfuðu. Afleiðingarnar komu í ljós miklu síðar. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira