Hagnaður Origo tvöfaldaðist Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 08:26 Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo hagnaðist um 425 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 og er það tvöfalt meira en á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur jukust um 20 prósent á milli ára og voru 4.277 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 58,7 prósent, en það jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, og eigið fé 7,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Origo, sem finna má hér. Þar er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra, að tekist hafi að halda úti hefðbundinni starfsemi án frávika í rekstri þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að heiman á undanförnum vikum. „Þrátt fyrir töluverða röskun á daglegri starfsemi vegna Covid-19 gekk rekstur Origo á fjórðungnum vel. Tekjur Origo numu 4.277 mkr og jukust um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA var 237 mkr en þar höfum við tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem stafar af veirufaraldrinum,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Hann segir góða niðurstöðu varðandi hagnað vera að stórum hluta til komna vegna gengishreyfinga sem hafi jákvæð áhrif á þýðingarmun vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga Origo og þá einkum Tempo. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum.“ Finnur segir einnig að öllum sé ljóst að mikil óvissa ríki um þróun efnahagslífs á Íslandi og um horfur í rekstri flestra fyrirtækja. „Origo er þar engin undantekning og fyrir liggur að áhrif veirufaraldursins á okkar rekstur verða töluverð, neikvæð á sumum sviðum en jákvæð á öðrum. Sterk staða félagsins, sérstaklega fjárhagsleg, gerir okkur kleift að fást við óvissuástand og ágjöf sem er á næsta leiti. Við horfum hinsvegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt. Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“ Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Origo hagnaðist um 425 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 og er það tvöfalt meira en á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur jukust um 20 prósent á milli ára og voru 4.277 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 58,7 prósent, en það jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, og eigið fé 7,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Origo, sem finna má hér. Þar er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra, að tekist hafi að halda úti hefðbundinni starfsemi án frávika í rekstri þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að heiman á undanförnum vikum. „Þrátt fyrir töluverða röskun á daglegri starfsemi vegna Covid-19 gekk rekstur Origo á fjórðungnum vel. Tekjur Origo numu 4.277 mkr og jukust um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA var 237 mkr en þar höfum við tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem stafar af veirufaraldrinum,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Hann segir góða niðurstöðu varðandi hagnað vera að stórum hluta til komna vegna gengishreyfinga sem hafi jákvæð áhrif á þýðingarmun vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga Origo og þá einkum Tempo. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum.“ Finnur segir einnig að öllum sé ljóst að mikil óvissa ríki um þróun efnahagslífs á Íslandi og um horfur í rekstri flestra fyrirtækja. „Origo er þar engin undantekning og fyrir liggur að áhrif veirufaraldursins á okkar rekstur verða töluverð, neikvæð á sumum sviðum en jákvæð á öðrum. Sterk staða félagsins, sérstaklega fjárhagsleg, gerir okkur kleift að fást við óvissuástand og ágjöf sem er á næsta leiti. Við horfum hinsvegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt. Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“
Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira