Líkti síðasta tímabili Sir Alex við hinsta dans Jordans og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Sir Alex Ferguson gerði Manchester United að Englandsmeisturum á sínu síðasta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. vísir/getty Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær líkti Hjörvar Hafliðason síðasta tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn hjá Manchester United (2012-13) við tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls sem er til umfjöllunar í heimildaþáttunum The Last Dance. Í báðum tilfellum segir Hjörvar að menn hafi vitað að endalokin væru handan við hornið. Og United og Bulls urðu bæði meistarar á umræddum tímabilum. „Þetta fékk mann til að hugsa um Manchester United þegar Ferguson tók síðasta árið sitt. Ef þú skoðar liðið var Patrice Evra 32 ára, Rio Ferdinand 35 ára í miðverðinum með [Nemanja] Vidic sem var 32 ára, [Antonio] Valencia með ökklavesen, [Michael] Carrick 32 ára, [Ryan] Giggs 39 ára og Wayne Rooney sem var búinn að haga sér eins og fífl tveimur árum áður,“ sagði Hjörvar. „Robin van Persie var keyptur til að gefa Ferguson þennan síðasta titil, síðasta dansinn. Það er alveg hægt horfa í baksýnisspegilinn og hugsa með sér, það var allt teiknað upp svo að þetta fengi að enda svona. Hann rúllaði yfir deildina.“ Frá því Ferguson hætti hjá United vorið 2013 hefur leiðin legið niður á við hjá félaginu. United hefur ekki verið nálægt því að verða Englandsmeistari og nokkrum sinnum misst af sæti í Meistaradeild Evrópu. Fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölinn hjá United síðan Ferguson settist í helgan stein. „Hann skildi svo eftir sig strákinn í markinu [David de Gea], [Chris] Smalling og [Phil] Jones sem áttu að verða eitthvað en fyrir utan það voru þetta eldri menn. Og Wayne Rooney var orðinn gamall 28 ára,“ sagði Hjörvar. Líkt og hjá United hefur lítið gengið hjá Bulls síðan Michael Jordan, Scottie Pippen og Phil Jackson yfirgáfu félagið. Bulls hefur ekki komist í úrslit NBA síðan 1998, eða í 22 ár. Klippa: Sportið í kvöld - Margt líkt með United og Bulls Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn NBA Sportið í kvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira