Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:00 Upplifun neytenda á trúverðugleika fréttaveitu hefur bein áhrif á viðhorf þeirra til vörumerkja sem auglýst eru samhliða efni. Vísir/Getty Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að full ástæða sé til þess að auglýsendur hugi jafnvel enn betur að staðsetningum netauglýsinga sinna en verið hefur. Það skýrist af því að bein tenging er á milli þess hversu trúverðug neytandi upplifir lestur á efni og þess viðhorfs sem hann fær á vörumerki sem auglýst er samhliða efninu. Falsfrétt getur því haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans, þótt tengingin sé engin önnur en staðsetningin. Rannsóknin Almennt er viðurkennt að falsfréttum má auðveldlega dreifa á samfélagsmiðlum, þær eru tíðar í sumum fjölmiðlum og jafnvel markmið einhverra. Í umræddri rannsókn var leitast við að skoða hvort viðhorf neytenda við lestur falsfrétta, hefði einhver áhrif á auglýsendur og vörumerki þeirra og ef já: þá hvers konar áhrif. Rannsóknin fór meðal annars þannig fram að vefsíða var útbúin með samansafn mismunandi frétta. Efnið á síðunni voru fréttir sem áttu uppruna sinn til frétta BBC, uppruna sinn til efnis frá vefsíðunni Buzzfeed og síðan tilbúnar falsfréttir. Á vefsíðunni birtust auglýsingar frá þekktum auglýsendum. Um 400 manns voru í úrtaki þar sem áhrif á viðhorf og traust til vörumerkja var mælt, með tilliti til efnis sem fólk las. Þá var gert mat á það, hversu auðveldlega fólk á með að meta sanngildi efnis. Niðurstöður Niðurstöðurnar voru birtar á Science Direct í febrúar 2019 en þær skiluðu m.a. eftirfarandi niðurstöðum: »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á traust vörumerkis auglýsenda »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á þá afstöðu sem fólk hefur til auglýsenda sem birtast samhliða fréttinni »Viðhorf til vörumerkis auglýsenda hefur áhrif á kauphegðun neytenda »Þegar neytendur greina blekkingar, fals eða óáræðanleika í fréttum, smitast sú greining yfir á viðhorf til auglýsanda sem birtist samhliða upplýsingunum »Þessi tenging á milli trúverðugleika fréttaveitu og viðhorf til vörumerkis er óháð því hvort auglýsandinn sjálfur telst stór, lítill, þekktur eða lítt þekktur auglýsandi Í umfjöllun Strategy + Business um rannsóknina segir sérstaklega athyglisvert hversu mikil tengingin er við lestur á hverri grein en ekki vefumhverfinu sjálfu. Þetta þýði í raun að viðhorf til vörumerkis getur orðið neikvætt við lestur á einni grein, óháð því hvaðan smellt var á fyrirsögnina. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að full ástæða sé til þess að auglýsendur hugi jafnvel enn betur að staðsetningum netauglýsinga sinna en verið hefur. Það skýrist af því að bein tenging er á milli þess hversu trúverðug neytandi upplifir lestur á efni og þess viðhorfs sem hann fær á vörumerki sem auglýst er samhliða efninu. Falsfrétt getur því haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans, þótt tengingin sé engin önnur en staðsetningin. Rannsóknin Almennt er viðurkennt að falsfréttum má auðveldlega dreifa á samfélagsmiðlum, þær eru tíðar í sumum fjölmiðlum og jafnvel markmið einhverra. Í umræddri rannsókn var leitast við að skoða hvort viðhorf neytenda við lestur falsfrétta, hefði einhver áhrif á auglýsendur og vörumerki þeirra og ef já: þá hvers konar áhrif. Rannsóknin fór meðal annars þannig fram að vefsíða var útbúin með samansafn mismunandi frétta. Efnið á síðunni voru fréttir sem áttu uppruna sinn til frétta BBC, uppruna sinn til efnis frá vefsíðunni Buzzfeed og síðan tilbúnar falsfréttir. Á vefsíðunni birtust auglýsingar frá þekktum auglýsendum. Um 400 manns voru í úrtaki þar sem áhrif á viðhorf og traust til vörumerkja var mælt, með tilliti til efnis sem fólk las. Þá var gert mat á það, hversu auðveldlega fólk á með að meta sanngildi efnis. Niðurstöður Niðurstöðurnar voru birtar á Science Direct í febrúar 2019 en þær skiluðu m.a. eftirfarandi niðurstöðum: »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á traust vörumerkis auglýsenda »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á þá afstöðu sem fólk hefur til auglýsenda sem birtast samhliða fréttinni »Viðhorf til vörumerkis auglýsenda hefur áhrif á kauphegðun neytenda »Þegar neytendur greina blekkingar, fals eða óáræðanleika í fréttum, smitast sú greining yfir á viðhorf til auglýsanda sem birtist samhliða upplýsingunum »Þessi tenging á milli trúverðugleika fréttaveitu og viðhorf til vörumerkis er óháð því hvort auglýsandinn sjálfur telst stór, lítill, þekktur eða lítt þekktur auglýsandi Í umfjöllun Strategy + Business um rannsóknina segir sérstaklega athyglisvert hversu mikil tengingin er við lestur á hverri grein en ekki vefumhverfinu sjálfu. Þetta þýði í raun að viðhorf til vörumerkis getur orðið neikvætt við lestur á einni grein, óháð því hvaðan smellt var á fyrirsögnina.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira