Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:00 Upplifun neytenda á trúverðugleika fréttaveitu hefur bein áhrif á viðhorf þeirra til vörumerkja sem auglýst eru samhliða efni. Vísir/Getty Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að full ástæða sé til þess að auglýsendur hugi jafnvel enn betur að staðsetningum netauglýsinga sinna en verið hefur. Það skýrist af því að bein tenging er á milli þess hversu trúverðug neytandi upplifir lestur á efni og þess viðhorfs sem hann fær á vörumerki sem auglýst er samhliða efninu. Falsfrétt getur því haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans, þótt tengingin sé engin önnur en staðsetningin. Rannsóknin Almennt er viðurkennt að falsfréttum má auðveldlega dreifa á samfélagsmiðlum, þær eru tíðar í sumum fjölmiðlum og jafnvel markmið einhverra. Í umræddri rannsókn var leitast við að skoða hvort viðhorf neytenda við lestur falsfrétta, hefði einhver áhrif á auglýsendur og vörumerki þeirra og ef já: þá hvers konar áhrif. Rannsóknin fór meðal annars þannig fram að vefsíða var útbúin með samansafn mismunandi frétta. Efnið á síðunni voru fréttir sem áttu uppruna sinn til frétta BBC, uppruna sinn til efnis frá vefsíðunni Buzzfeed og síðan tilbúnar falsfréttir. Á vefsíðunni birtust auglýsingar frá þekktum auglýsendum. Um 400 manns voru í úrtaki þar sem áhrif á viðhorf og traust til vörumerkja var mælt, með tilliti til efnis sem fólk las. Þá var gert mat á það, hversu auðveldlega fólk á með að meta sanngildi efnis. Niðurstöður Niðurstöðurnar voru birtar á Science Direct í febrúar 2019 en þær skiluðu m.a. eftirfarandi niðurstöðum: »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á traust vörumerkis auglýsenda »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á þá afstöðu sem fólk hefur til auglýsenda sem birtast samhliða fréttinni »Viðhorf til vörumerkis auglýsenda hefur áhrif á kauphegðun neytenda »Þegar neytendur greina blekkingar, fals eða óáræðanleika í fréttum, smitast sú greining yfir á viðhorf til auglýsanda sem birtist samhliða upplýsingunum »Þessi tenging á milli trúverðugleika fréttaveitu og viðhorf til vörumerkis er óháð því hvort auglýsandinn sjálfur telst stór, lítill, þekktur eða lítt þekktur auglýsandi Í umfjöllun Strategy + Business um rannsóknina segir sérstaklega athyglisvert hversu mikil tengingin er við lestur á hverri grein en ekki vefumhverfinu sjálfu. Þetta þýði í raun að viðhorf til vörumerkis getur orðið neikvætt við lestur á einni grein, óháð því hvaðan smellt var á fyrirsögnina. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að full ástæða sé til þess að auglýsendur hugi jafnvel enn betur að staðsetningum netauglýsinga sinna en verið hefur. Það skýrist af því að bein tenging er á milli þess hversu trúverðug neytandi upplifir lestur á efni og þess viðhorfs sem hann fær á vörumerki sem auglýst er samhliða efninu. Falsfrétt getur því haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans, þótt tengingin sé engin önnur en staðsetningin. Rannsóknin Almennt er viðurkennt að falsfréttum má auðveldlega dreifa á samfélagsmiðlum, þær eru tíðar í sumum fjölmiðlum og jafnvel markmið einhverra. Í umræddri rannsókn var leitast við að skoða hvort viðhorf neytenda við lestur falsfrétta, hefði einhver áhrif á auglýsendur og vörumerki þeirra og ef já: þá hvers konar áhrif. Rannsóknin fór meðal annars þannig fram að vefsíða var útbúin með samansafn mismunandi frétta. Efnið á síðunni voru fréttir sem áttu uppruna sinn til frétta BBC, uppruna sinn til efnis frá vefsíðunni Buzzfeed og síðan tilbúnar falsfréttir. Á vefsíðunni birtust auglýsingar frá þekktum auglýsendum. Um 400 manns voru í úrtaki þar sem áhrif á viðhorf og traust til vörumerkja var mælt, með tilliti til efnis sem fólk las. Þá var gert mat á það, hversu auðveldlega fólk á með að meta sanngildi efnis. Niðurstöður Niðurstöðurnar voru birtar á Science Direct í febrúar 2019 en þær skiluðu m.a. eftirfarandi niðurstöðum: »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á traust vörumerkis auglýsenda »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á þá afstöðu sem fólk hefur til auglýsenda sem birtast samhliða fréttinni »Viðhorf til vörumerkis auglýsenda hefur áhrif á kauphegðun neytenda »Þegar neytendur greina blekkingar, fals eða óáræðanleika í fréttum, smitast sú greining yfir á viðhorf til auglýsanda sem birtist samhliða upplýsingunum »Þessi tenging á milli trúverðugleika fréttaveitu og viðhorf til vörumerkis er óháð því hvort auglýsandinn sjálfur telst stór, lítill, þekktur eða lítt þekktur auglýsandi Í umfjöllun Strategy + Business um rannsóknina segir sérstaklega athyglisvert hversu mikil tengingin er við lestur á hverri grein en ekki vefumhverfinu sjálfu. Þetta þýði í raun að viðhorf til vörumerkis getur orðið neikvætt við lestur á einni grein, óháð því hvaðan smellt var á fyrirsögnina.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira