Auðjöfrar ósammála: Musk segir félagsforðun vera fasisma Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 11:27 Mark Zuckerberg og Elon Musk. Vísir/EPA Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Auðjöfurinn Elon Musk var harðorður gagnvart félagsforðun og útgöngubönnum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar í samtali við fjárfesta og blaðamenn eftir útgáfu ársfjórðungsuppgjörs Tesla í gær. Meðal annars sagði hann það vera fasisma og ólýðræðislegt að skipa fólki að halda sér heima. Hann hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á félagsforðun á samfélagsmiðlum og kallað eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. „Að segja að þau geti ekki yfirgefið heimili sín og þau verði handtekin geri þau það, þetta er fasismi. Þetta er ekki lýðræði, þetta er ekki frelsi, gefið fólki djöfuls frelsi þeirra aftur,“ sagði Musk samkvæmt frétt Washington Post. Hann hélt því sömuleiðis fram að verið væri að fangelsa fólk ólöglega á heimilum þeirra. Musk þurfti að loka nýrri verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á sama tíma og verið var að auka framleiðslu á Model Y, sem talið er að muni seljast mjög vel á næstu árum. Síðasti ársfjórðungur var sá þriðji í röð þar sem Tesla skilar hagnaði. Áður en hann hóf eldræðu sína gegn félagsforðun sagði hann það að ekki væri hægt að opna verksmiðjuna á nýjan leik vegna útgöngubanns í Fremont, vera alvarlega ógn gagnvart fyrirtækinu. Það útgöngubann var nýlega framlengt. Í kjölfar símtalsins í gær sneri Musk sér að Twitter þar sem hann sagði sjúkrahús í Kaliforníu hafa verið hálftóm undanfarnar vikur. Hér má sjá tístið þar sem hann kallaði eftir „frelsun“ Bandaríkjanna. Undir því svaraði hann konu sem sagði það hræðilegasta við faraldurinn vera hve auðveldlega Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir frelsi sitt til spilltra pólitíkusa. „Satt,“ sagði auðjöfurinn. FREE AMERICA NOW— Elon Musk (@elonmusk) April 29, 2020 Bandaríkin eru það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna faraldursins. Þar hafa minnst 1.040.488 manns greinst með nýju kórónuveiruna og minnst 60.999 hafa dáið. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir að 2020 hefði með réttu átt að vera ár Tesla. Grunnurinn hefði verið lagður að mjög góðu ári með aukinni framleiðslu og aukinni sölu. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið í veg fyrir það og því taldi umræddur sérfræðingur skiljanlegt að Musk væri reiður. Zuckerberg hefur áhyggjur Mark Zuckerberg, einn stofnanda og forstjóri Facebook, tók þátt í samskonar símtali og Musk í gær. Hann var hins vegar á öndverðum meiði og Musk og sagðist hafa áhyggjur af tilslökunum á félagsforðun og að mögulega væri verið að gera það of snemma. Önnur útbreiðsla smita gæti hæft slæm og langvarandi áhrif á bæði heilsu fólks og stöðu fyrirtækja, samkvæmt Business Insider. Zuckerberg sagðist einnig óttast að áhrif faraldursins myndu vara lengur en fólk áttaði sig á. Forsvarsmenn Facebook sögðu faraldurinn hafa komið verulega niður á auglýsingatekjum samfélagsmiðla fyrirtækisins. Hins vegar fjölgaði notendum verulega.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tesla Facebook Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira