Heldur upp á hundrað ára afmæli og hefur safnað tæpum sex milljörðum Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 12:05 Moore var gerður að heiðurs-ofursta í morgun. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bretlands Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16
Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09
Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35