Logi Ólafs hefði gert FH að Íslandsmeisturum ef Siggi Jóns hefði getað spilað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 13:00 Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga Ólafssyni og átti síðan eftir að þjálfa lið í sænsku deildinni. EPA/GORM KALLESTAD Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH
Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira