Logi Ólafs hefði gert FH að Íslandsmeisturum ef Siggi Jóns hefði getað spilað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 13:00 Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga Ólafssyni og átti síðan eftir að þjálfa lið í sænsku deildinni. EPA/GORM KALLESTAD Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH
Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira