Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 12:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir allt benda til að krísan dragist á langinn og stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða. Ráðherrar sátu ekki allir í sínum sætum á Alþingi í morgun vegna sóttvarna og sat Bjarni til dæmis í stól forsætisráðherra. Vísr/Egill Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira