Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 12:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir allt benda til að krísan dragist á langinn og stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða. Ráðherrar sátu ekki allir í sínum sætum á Alþingi í morgun vegna sóttvarna og sat Bjarni til dæmis í stól forsætisráðherra. Vísr/Egill Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. Hann segir afleiðingar kórónuveirunnar á efnahags- og atvinnulíf verða meiri en reiknað hafi verið með. Alþingi kom saman í dag að ósk stjórnarandstöðunnar um óundirbúinn fyrirspurnartíma til ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar spurði eins og fleiri þingmenn Bjarna Benediktsson út í kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og afnám vaktaálagsgreiðslna til þeirra sem Hanna Katrín sagði vera ævintýralegt rugl. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Skjáskot/Stöð 2 „Hversu lengi meiga hjúkrunarfræðingar búast við því að þurfa að bíða. Óttast hæstvirtur fjármálaráðherra ekki afleiðingarnar af því ef þetta mál verður ekki klárað með sóma? Og loksins þetta; er þetta í alvöru staða sem hæstvirtur ráðherra er sáttur við,“ spurði Hanna Katrín. Fjármálaráðherra sagði vaktaálagið ekki hluta af miðlægum kjarasamningi heldur byggt á stofnanasamningi innan Landspítalans. „Þetta birtist okkur sem launalækkun en var allan tímann hugsað sem tímabundið átak. Það eru margir mánuðir síðan það lá fyrir að átakinu myndi ljúka um þessar mundir,“ sagði fjármálaráðherra. Hann væri hins vegar bjartsýnn á að samningar næðust. „Undir forystu ríkissáttasemjara höfum við náð að leysa þungamiðju málsins sem er vaktavinnufyrirkomulagið og stytting vinnuvikunnar. Leiðir til þess að búa til betra starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum mikilvægu störfum í vaktavinnu,“ sagði Bjarni. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af gagnsæi á stuðningi stjórnvalda við fyrirtæki.Vísir/skjáskot Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði um gagnsæi lána til fyrirtækja og annars stuðnings ríkisins við þau í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagðist styðja fullt gagnsæi heilshugar en taldi nær að tala um stöðuna nú en uppgjör aðgerða þegar þar að kæmi. Þær aðgerðir sem gripið hafi verið til dygðu að öllum líkindum ekki. „Við munum þurfa að stíga stærri skref inn í þetta. Síðast í vikunni var verið að framlengja samgöngubannið. Þannig að krísan er bara að dragast á langinn. Lengur en við vorum að vonast til að yrði raunin og þetta kallar á enn frekari skref,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira