Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2020 15:14 Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020. Lögreglan Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í tæpt ár og lýsti Alma landlæknir áhyggjum af þeirri stöðu á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Ónóg mönnun væri viðvarandi í íslenska heilbrigðiskerfinu til fjölda ára, ekki síst hjúkrunarfræðinga. „Það verður að leysa þessa deilu. Þessi óvissa er eitthvað sem við gætum verið án því hún hefur auðvitað áhrif á mönnun til næstu vikna,“ sagði Alma um stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Landlæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann lýsti áhyggjum vegna mönnunar í heilbrigðiskerfinu í morgun. Lofaði Alma hjúkrunarfræðinga á upplýsingafundinum fyrir að standa áfram sína plikt þrátt fyrir að þeir séu ósáttir við kjör sín og að draga skýr mörk á milli skyldna sem þeir gegna gagnvart skjólstæðingum sínum annars vegar og kjarabaráttu sinnar hins vegar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að samningum við hjúkrunarfræðinga væri að mestu lokið og að hann hefði trú á að endanlegir samningar næðust fljótlega í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Skoða hvernig er hægt að umbunna fólki álagið Laun hjúkrunarfræðinga skertust þegar afnám 5% vaktaálagsauka ofan á heildarlaun þeirra kom til framkvæmda um mánaðamótin. Tekin var ákvörðun um afnám hans í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum vegna rekstarvanda Landspítalans í haust. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á fundinum í dag að vaktaálagsaukanum hefði verið sagt upp með löngum fyrirvara og enginn hefði þá séð fyrir hvernig ástandið yrði nú. Sagðist hann ekki telja að endurvekja ætti þessa viðbótargreiðslu nema að Landspítalinn fengi til þess sérstaka fjárveitingu. „Það er hlutur sem við höfum verið að skoða hvernig hægt er að umbuna fólki fyrir það mikla álag sem það stendur í núna. Svo sannarlega er þetta mikið álag en það er í rauninni annað mál sem við erum að skoða,“ sagði Páll. Alma var spurð að því hvort hún hefði rætt við heilbrigðis- eða fjármálaráðherra um að heilbrigðiskerfinu yrðu tryggðir þeir fjármunir sem það þarf á að halda til að berjast við faraldurinn. Hún sagðist vera í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðherra sem hún sagði hafa mikinn skilning á stöðunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09 Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. 2. apríl 2020 08:09
Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hjúkrunarfræðinga hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. 1. apríl 2020 23:10
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent