Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 13:30 Alfreð Finnbogason hefur þurft að bíða síðan í mars líkt og flestir fótboltamenn heimsins en er vongóður um að þýska deildin fari fyrst af stað aftur af stóru deildum Evrópu. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41
Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30