Berglind losnar úr prísundinni: „Í fyrsta skipti í níu vikur hef ég eitthvað að hlakka til“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 12:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að bíða lengi eftir því að komast út að hreyfa sig almennilega. VÍSIR/GETTY Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Sjá meira
Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum. Berglind hefur verið í útgöngubanni líkt og aðrir íbúar Ítalíu síðustu tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var að láni frá Breiðablik hjá AC Milan og hafði staðið sig afar vel fyrir ítalska stórveldið þegar faraldurinn setti allt úr skorðum í landinu. Á morgun mega Ítalir aftur fara út og hreyfa sig haldi þeir fjarlægð frá öðrum, og liðsæfingar gætu hafist 18. maí. Berglind heldur hins vegar heimleiðis á næstu dögum og verður með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í næsta mánuði, ef að líkum lætur. „Mér er gríðarlega létt. Að geta loksins farið út að labba og hlaupa er svo góð tilfinning. Einu skiptin sem maður mátti fara út var til að labba í búðina og ég var byrjuð að labba lengri vegalengdir í búðina til að fá meiri hreyfingu,“ sagði Berglind við Vísi. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Þessi óvissa var að fara með mann á tímabili og núna í fyrsta skipti á þessum níu vikum hefur maður eitthvað til þess að hlakka til,“ sagði Berglind. Eftir 9 vikur inni, þá má á morgun fara út að labba/hlaupa. Ég er svo spennt því fyrir að ég held ég muni ekkert sofa í nótt — Berglind Thorvaldsd (@berglindbjorg10) May 3, 2020 Berglind varð markadrottning Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar Breiðablik varð í 2. sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik á tímabilinu. Eftir heimkomu þarf hún að fara í tveggja vikna sóttkví en svo getur hún mætt á æfingar hjá Blikakonum sem þá verða ef til vill farnar að geta æft saman án takmarkana. Til stendur að Íslandsmótið hefjist snemma í júní. „Ég mun nýta þennan mánuð vel í að komast í gott stand fyrir mótið. Ég mun hafa allt sem ég þarf þegar ég kem heim í sóttkví. Svo verð ég tilbúin þegar ég má byrja að æfa með Breiðabliki aftur,“ sagði Berglind. Þrátt fyrir erfiða síðustu mánuði kveðst hún opin fyrir því að snúa aftur til Mílanó síðar enda hafi hún notið lífsins í borginni áður en faraldurinn skall á.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd 18. mars 2020 11:00 Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32 Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 09:32
Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag. 15. febrúar 2020 13:12