Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun ávarpa þjóðina í kvöld. Í ávarpi sínu mun hún ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. Ávarpið verður sent út samhliða á Rúv og hér á Vísi.
Það er ekki á hverjum degi sem forsætisráðherra ávarpar þjóðina í sjónvarpi en samkvæmt heimildum Vísis er ekki sérstakra tíðinda að vænta. Samkomubann verður rýmkað á morgun og dregið úr félagsforðun.
Ávarpið hefst klukkan 19:45 og má fylgjast með því hér að neðan.