Þekkingin skiptir öllu máli Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun