Átak að takast á við lubba landans Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2020 20:00 Það var líf og fjör á hársnyrtistofunni Blondie í dag, fyrsta daginn í nokkrar vikur sem mátti hafa opið. vísir/sigurjón Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Hársnyrtistofur fengu að opna aftur í dag. Margir hafa beðið eftir klippingu og var því nóg um að vera áöllum hárgreiðslustofum, þar á meðal á Blondie í Mörkinni. „Okkur líður eins og það séu jólin, við erum svo spennt,“ segir Harpa Ómarsdóttir á Blondie. Hún hóf störf klukkan 7:30 í morgun og gerir ráð fyrir að vera til 21 í kvöld. „Það er allt fullbókað næstu tvær vikur og vel það, næst laust eftir Hvítasunnuna. Fólk er að vinna á laugardögum og sunnudögum. Allir sem hringja inn vilja helst fá tíma í gær en skilja alveg stöðuna - en hver og einn er með meiri rót en hinn.“ Harpa Ómarsdóttir, eigandi Blondie, segir að minnsta kosti tveggja vikna bið eftir tíma.vísir/sigurjón Harpa segir einnig hvern og einn vera lengur í stólnum enda sé talsvert meiri vinna að ráða við lubbann eftir tólf vikur hjá fólki sem kemur vanalega áþriggja til sex vikna fresti í stólinn. Afþreyingarmöguleikar jukust verulega í dag - söfn borgarinnar opnuðu að nýju og bíóhúsin. Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms sem rekur Laugarásbíó, segir að strax klukkan tíu í morgun hafi verið búið að kaupa miða á sýningar kvöldsins. „Við munum hleypa fimmtíu í stóra salinn en færri í litlu salina. Fólk getur því auðveldlega haldið tveggja metra regluna milli hópa,“ segir Geir. Fjöldi veitingastaða sem var lokað þegar samkomubannið var þrengt fyrir sex vikum voru opnaðir á ný í dag. Í fréttatíma Stöðvar 2 var rætt við eiganda Jómfrúarinnar sem ætlar að hleypa fimmtíu gestum á útisvæðið og fimmtíu gestum á innisvæðið - og segir glasið vera hálffullt enda hlakki til þess að miðborgin lifni við að nýju.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira