Sportið í dag heldur áfram að kíkja í allra glæsilegustu klefa landsins en Henry Birgir Gunnarsson gerði sér ferð í Vesturbæinn þar sem klefarnir hafa verið teknir rækilega í gegn.
Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri, leiddi Henry í gegnum þessa meistaraklefi en bæði karlalið félagsins í fótbolta sem og í körfubolta eru ríkjandi meistarar.
Það er búið að taka klefana glæsilega í gegn og ansi miklar breytingar hafa orðið í Vesturbænum.
„Það hefur orðið „upgrade“ inn í klefanum og hléið hefur verið nýtt í að gera klefana betri,“ sagði Maggi Bö.
„Það skiptir gríðarlega miklu máli að mönnum líði vel fyrir og eftir æfingar. Þá er klefinn griðastaður.“
Báða klefana má sjá í spilaranum hér að neðan.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.