Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 22:29 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína. Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína.
Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00
Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16